Valgeir Guðjónsson
LAKE IN ÖXNADAL
Valgeir's song with a poem by Hannes Hafstein
LAKE IN ÖXNADAL
Valgeir's song with a poem by Hannes Hafstein
LAKE IN ÖXNADAL
Valgeir's song with a poem by Hannes Hafstein
Audio book
Bakkastofa
Textabrot & ljóð
Textabrot Valgeirs sem við bjóðum nú í fyrstu 14 talsins. Þau koma úr öllum áttum frá hans langa ferli og sum hver úr ljóðum/textum sem samin hafa verið hér á Eyrarbakka.
Allar vörur
Að þessu sinni ákváðum við að tefla einnig fram tveimur
ljóðum/textum. Þetta eru ljóðin „Kveiktu á ljósi“ og „Biðjum um frið“ en
þau eiga sér bæði lög sem hlýða má á með því að opna slóðir á vefnum. Valgeir áritar allar gerðir hvort sem um textabrot eða ljóðin tvö er að ræða en við lítum í raun á þau sem bænaljóð um bættan heim nær sem fjær.
Sérpantanir
Ef annarra textabrota er óskað en þeirra 14 sem nú
urðu fyrirvalinu sem eiga sérstakan stað í hug og hjörtum
ykkar, þá má leggja inn sérpöntun. Við búum svo vel að
vera í samstarfi við alveg einstakan aðila sem annast
prentverkið fyrir okkur hér í okkar heimabyggð.
Ef þið kaupið textabrot eða ljóð/texta sem gjöf getið þið
beðið Valgeir um að handskrifa og ávarpa þann sem
gjöfin er ætluð.
Kaup
Pantanir er best að fá með tölvupósti þar sem fram
kemur textabrot eða ljóð og sú stærð sem óskað er.
Þá þarf einnig heimilisfang og símanúmer að fylgja með
og við sendum reikningsnúmer og útbúum reikning þegar
þess er óskað. Netfangið er bakkastofa@gamil.com.